Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. júlí 2017 13:11
Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar mættar til Doetinchem - Sjáðu stemmninguna í bænum
Úr miðbænum í dag.
Úr miðbænum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið var rétt í þessu að mæta til Doetinchem í Hollandi þar sem liðið leikur gegn Sviss á Evrópumótinu í Hollandi annað kvöld.

Það er létt stemmning í frábæru veðri í miðborg bæjarins í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér neðar í fréttinni.

Doetinchem er sjötta stærsta borg Hollands og telur 56 þúsund íbúa.

Fótboltaliðið hér heitir De Graafschap en Arnar Þór Viðarsson lék með liðinu á láni fyrir nokkrum árum.

Liðið er kallað Ofurbændurnir en þekktustu leikmenn í sögu félagsins eru Guus Hiddink og Klaas-Jan Huntelaar.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner