lau 22. júlí 2017 08:15
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Sviss verður án Kiwic í dag: Hefur áhrif á þeirra lið
Rahel Kiwic er í banni í dag.
Rahel Kiwic er í banni í dag.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Sviss í öðrum leik liðanna á Evrópumótinu í Hollandi í dag klukkan 16:00.

Bæði lið eru án stiga eftir ósigur í fyrstu umferðinni.

Sviss verður án miðvarðar síns Rahel Kiwic, leikmanns Duisburg í Þýskalandi en hún fékk beint rautt spjald á 60. mínútu í 1-0 tapi gegn Austurríki í fyrstu umferðinni.

„Það hefur áhrif á þeirra lið í föstum leikatriðum og hún er reynslumikill leikmaður. Hún hefur góð tengls við Caroline Abbé í miðverðinum. Það hefur alltaf áhrif á lið þegar þau missa aðal miðvörðinn sinn út. Það hafa hinsvegar allir galla og þeir gallar eru eitthvað sem við hefðum getað nýtt okkur," sagði Freyr sem segir að íslenska liðið sé vel undirbúið fyrir það að vera með annan miðvörð en Kiwic í leiknum í dag.

„Arnar Bill hefur verið að skoða nýja hluti og við teljum okkur vera búnir að finna réttu hlutina," sagði Freyr.

Hin tvítuga, Jana Brunner leikmaður Sviss kom inná í kjölfarið og það má því búast við því að hún byrji leikinn hjá Sviss í dag.

Leikur Íslands og Sviss verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner