Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. júlí 2017 19:00
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Freysi: Staðan er eins góð og kostur er á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru allir leikmenn íslenska landsliðsins klárir fyrir leikinn á morgun gegn Sviss á Evrópumótinu í Hollandi.

Leikið verður á Tjarnarhæðinni og hefst leikurinn klukkan 16:00. Freyr Alexandersson þjálfari íslenska liðsins sagði á frétamannafundi sem haldin var fyrr í dag að allir leikmenn liðsins séu klárir.

„Staðan er eins góð og kostur er á. Þær eru allar heilar heilsu. Endurheimtin hefur gengið gríðarlega vel. Það er góður andi í hópnum og andlega erum við tilbúin í verkefnið," sagði Freyr og bætti við.

„Það hafa engin veikindi komið upp og munu ekki koma. Það mætti því segja að við séum í toppstandi," sagði Freyr að lokum.

Þetta eru jákvæðar fréttir af liðinu sem þarf eitt og jafnvel þrjú stig í leiknum á morgun gegn Sviss eftir ósigur gegn Frakklandi í fyrstu umferð.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net á morgun.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner