banner
   lau 22. júlí 2017 09:00
Fótbolti.net
EM og Pepsi-deildin í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag
Stemningin í Hollandi verður skoðuð í þættinum.
Stemningin í Hollandi verður skoðuð í þættinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað á X-inu 97,7 milli klukkan 12 og 14 í dag.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson eru staddir á EM í Hollandi og stefnt er á beina útsendingu þaðan í hluta af þættinum.

Í hinum hluta þáttarins fær Magnús Már Einarsson góða gesti í heimsókn. Magnús Þór Jónsson kemur og ræðir um fyrri hluta Pepsi-deildarinnar. Þeir nafnar fara yfir bestu leikmennina hjá hverju liði í Pepsi-deildinni og skoða hvaða leikmenn þurfa að stíga upp í seinni umferðinni.

Í lok þáttarins kemur Alex Freyr Hilmarsson, miðjumaður Víkings R. síðan í heimsókn.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmaður þáttarins eru Magnús Már Einarsson, Tómas Þór Þórðarson, Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á Twitter undir @maggimar, @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner