Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 21. júlí 2017 19:30
Magnús Már Einarsson
U2 borgar gras til að Liverpool geti spilað
Bono í U2 og Didier Drogba.
Bono í U2 og Didier Drogba.
Mynd: Getty Images
Hin heimsfræga hljómsveit U2 hefur borgað 90 þúsund evrur til að hægt sé að skipta um gras á Ólympíuleikvanginum í Berlín í Þýskalandi.

U2 hélt tónleika á vellinum 12. júlí og grasið fór mjög illa út úr því.

Leggja þarf nýtt gras fyrir leik Hertha Berlin og Liverpool 29. júlí en sá leikur verður spilaður í tilefni 125 ára afmæli félaganna.

130 þúsund evrur kostar að skipta um gras á leikvanginum og U2 greiðir 90 þúsund evrur af þeim kostnaði.

„Völlurinn verður í fullkomnu ásigkomulagi fyrir leikinn," sagði Christoph Meyer talsmaður Ólympíuleikvangsins.
Athugasemdir
banner
banner