Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. júlí 2017 16:20
Magnús Már Einarsson
Keflavík fær danskan kantmann (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Keflavík hefur fengið danska kantmanninn Lasse Rise til liðs við sig frá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Lasse er 31 árs og var í unglingaliði Bröndby áður en hann fór yfir til BK Avarta.

Síðan þá hefur hann spilað með félögum eins og Lyngby BK, Randers FC og Esbjerg FB.

„Keflavík fagnar komu hans og er honum ætlað það hlutverk að styrkja liðið í þeirri baráttu sem framundan er í því að komast upp í Pepsi-deild," segir á heimasíðu Keflavíkur.

Keflavík er í 2. sæti í Inkasso-deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Leikni Fáskrúðsfirði á morgun.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner