Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. júlí 2017 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Conte: Morata var fyrsti kostur í framherjastöðuna
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stjóri Chelsea segir að Alvaro Morata hafi verið fyrsti kostur Englandsmeistaranna í framherjaleitinni.

Alvaro Morata kemur til með að fylla skarð Diego Costa sem er líklega á leið frá Chelsea.

„Það er mjög miklvægt fyrir okkur að fá Morata, hann var okkar fyrsti kostur. Hann er góður leikmaður, rétti maðurinn fyrir Chelsea og ég vona að hann sýni hæfileika sína hjá okkur."

„Ég er viss um að þetta séu góð kaup fyrir okkur, hann er ungur leikmaður með mikla reynslu," sagði Antonio Conte.

Alvaro Morata varð í gær fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Chelsea í sumar en þeir Willy Caballero, Antonio Rudiger, Tiemoue Bakayoko eru komnir til Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner