Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. júlí 2017 21:20
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Inkasso: Viktor sneri taflinu fyrir Þrótt í viðbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2-1 ÍR
0-1 Andri Jónasson ('79)
1-1 Viktor Jónsson ('90)
2-1 Viktor Jónsson ('90)

Eina leik kvöldsins í Inkasso-deildinni er nú ný lokið en þar mættust Þróttur R. og ÍR. Þar stefndi allt í 0-1 útisigur ÍR, en það breyttist allt saman í lokin.

Andri Jónasson skoraði mark ÍR-inga, skot hans fór í báðar stangirnar á markinu áður en boltinn endaði í netinu, 0-1 á 79.mínútu.

Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Þrótt á 90. mínútu eftir að hafa skallað boltann í netið, staðan orðin 1-1.

Stuttu síðar kom Viktor boltanum aftur í netið og tryggði þar með magnaðan sigur Þróttar.

Þróttur R. fór með sigrinum í 2. sæti Inkasso-deildarinnar upp fyrir Keflavík sem á þó leik til góða. ÍR er hins vegar áfram í 10. sæti með 11 stig.




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner