Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. júlí 2017 22:08
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
3. deild karla: Ægir sigraði Reyni örugglega
Mynd: Sigurður Arnar Sigurðsson
Það voru tveir leikir á dagskrá þriðju deildar karla í kvöld, Reynir Sandgerði fékk Ægir í heimsókn.

Gestirnir í Ægi tóku öll þrjú stigin þar, Guðmundur Garðar Sigfússon og Paul Bogdan Nicolescu sáu til þess að staðan var 0-3 fyrir gestina í hálfleik og Guðmundur bætti síðan við þriðja marki sínu í seinni hálfleik, lokastaðan 0-4.

Ægir er í 7. sæti eftir sigurinn með 11 stig, Reynir S. er hins vegar í 10. sæti með 5 stig.

Kári og Berserkir mættust síðan í hinum leik kvöldsins, Kári hafði þar betur með marki úr vítaspyrnu sem Jón Vilhelm Ákason skoraði úr í síðari hálfleik en þeir höfðu áður misnotað vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Kári missti tvo menn af velli í leiknum en það kom ekki að sök og þeir tóku öll þrjú stigin og eru á toppi þriðju deildar karla.

Reynir S. 0-4 Ægir
0-1 Guðmundur Garðar Sigfússon ('17)
0-2 Guðmundur Garðar Sigfússon ('39)
0-3 Paul Bogdan Nicolescu ('43)
0-4 Guðmundur Garðar Sigfússon ('84)

Kári 1-0 Berserkir
0-0 Andri Júlíusson, misnotað víti ('35)
1-0 Jón Vilhelm Ákason, víti ('74)
Rautt spjald: Aron Ýmir Pétursson ('41)
Rautt spjald Sindri Snæfells Kristinsson ('86)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner