sun 23. júlí 2017 08:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal hafnaði tilboði West Brom í Gibbs - Pulis neitar áhuga
Gibbs gæti verið á förum frá Arsenal.
Gibbs gæti verið á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur hafnað tilboði frá West Brom í bakvörðinn Kieran Gibbs. Tilboðið hljóðaði upp á 10 milljónir punda.

Þetta kemur fram á Sky Sports.

Samkvæmt frétt Sky Sports vill Arsenal fá aðeins meira fyrir hinn 27 ára gamla Gibbs, 12 milljónir punda.

Gibbs var ekki í leikmannahópi Arsenal sem fór í æfingaferð til Ástralíu og Kína á dögunum.

Tony Pulis, stjóri West Brom, hefur neitað þessum fréttum og segist ekki vera á eftir Gibbs.

„Við munum ekki kaupa Gibbs. Við erum að leita að leikmönnum sem passa inn í það hvernig við viljum spila," sagði Pulis.

Gibbs byrjaði aðeins átta leiki í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili og allt í allt kom hann við sögu í aðeins 22 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner