Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. júlí 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að engin alvöru tilboð hafi komið í Mahrez
Mynd: Getty Images
Aiyawatt Srivaddhanaprabha, varaformaður Leicester City, segir að engin tilboð í Riyad Mahrez séu á borðinu.

Mahrez var valinn besti leikmaður tímabilsins þegar Leicester varð enskur meistari 2016.

Í maí síðastliðnum tilkynnti Mahrez að hann vildi fara frá Leicester.

„Það eru engin alvöru tilboð komin í Mahrez," sagði Srivaddhanaprabha.

„Breytingar eru eðlilegar í fótbolta. Ég tel að allir leikmenn vilji spila, með stórum liðum. Mahrez á líka sinn draum. Það er ekkert staðfest á þessari stundu og hann er enn leikmaður Leicester."

„Leikmannamarkaðurinn er erfiður. Ég sá fréttir um að tilboð hefði ekki verið nægilega gott, en við höfum ekki fengið neitt tilboð. Ef við erum búnir að fá tilboð, þá var það of lágt."
Athugasemdir
banner
banner