Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. júlí 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darmian: Ég er ánægður hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Ítalski bakvörðurinn Matteo Darmian kveðst vera ánægður þar sem hann er, í herbúðum Manchester United.

Darmian gekk í raðir United frá Torino fyrir tveimur árum síðan, en síðan þá hefur gengi hans með liðinu verið upp og niður.

Það tók hann tíma að vinna sér sæti í byrjunarliðinu hjá Jose Mourinho, en undir lok síðasta tímabils tókst honum að gera það. Hann byrjaði til að mynda úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Hann hefur í kjölfarið verið orðaður við Ítalíumeistara Juventus sem og Inter Milan. Darmian er þó ánægður þar sem hann er.

„Ég er alltaf að lesa eitthvað um framtíð mína, en það er ekkert að frétta. Ég er ánægður hér," sagði Darmian.

„Ég er leikmaður Manchester United og þannig er það."
Athugasemdir
banner
banner