lau 22. júlí 2017 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Batshuayi skoraði tvisvar í sigri Chelsea á Arsenal
Batshuayi hér í leiknum í dag.
Batshuayi hér í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 3 Chelsea
0-1 Willian ('40)
0-2 Michy Batshuayi ('42)
0-3 Michy Batshuayi ('49)

Lundúnarliðin Arsenal og Chelsea mættust í æfingaleik í Peking, höfuðborg Kína, í dag.

Bæði lið eru á fullu í undirbúningi fyrir nýtt tímabil.

Í dag var það Chelsea sem hafði betur. Brasilíumaðurinn Willian skoraði fyrsta markið á 40. mínútu og stuttu síðar bætti Michy Batshuayi við öðru marki. Batshuayi spilaði lítið á síðasta tímabili, en í dag fékk hann tækifæri til að byrja.

Hann nýtti það tækifæri því hann skoraði aftur snemma í seinni hálfleiknum og gerði út um leikinn, lokatölur 3-0.

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Maitland-Niles, Mertesacker, Monreal, Oxlade-Chamberlain, Ramsey, Xhaka, Bramall, Ozil, Iwobi, Lacazette.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Azpilicueta, David Luiz, Cahill, Moses, Kante, Fabregas, Alonso, Willian, Batshuayi, Pedro.



Athugasemdir
banner
banner
banner