Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júlí 2017 18:03
Fótbolti.net
EM í Hollandi
Einkunnir Íslands: Markaskorarinn bestur
Fanndís fagnar marki sínu í leiknum í dag.
Fanndís fagnar marki sínu í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Sviss í öðrum leik sínum á EM í Hollandi á Tjarnarhæðinni í dag.

Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir í leiknum en jöfnunarmark Sviss kom tíu mínútum síðar, á 43. mínútu leiksins. Það var síðan Ramona Bachmann sem skoraði sigurmark Sviss á 52. mínútu leiksins.

Guðbjörg Gunnarsdóttir - 6
Gat lítið gert í báðum mörkum Sviss. Reyndi lítið sem ekkert á hana fyrir utan þau.

Sif Atladóttir - 6
Stóð fyrir sínu í miðri vörn Íslands. Bjargaði tvívegis frábærlega í uppbótartímanum sem var 11 mínútur með því að stöðva skyndisóknir Sviss.

Glódís Perla Viggósdóttir - 6
Skilaði boltanum vel frá sér í fyrri hálfleik. Misskilningur milli hennar og Sísí í fyrra marki Sviss.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 6
Reyndi lítið á hana í fyrri hálfleiknum. Misskilningur milli hennar og Hallberu í sigurmarki Sviss.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 5 ('82)
Var í erfiðleikum bæði varnar og sóknarlega. Vantaði baráttuna sem við sáum í Frakkaleiknum.

Hallbera Guðný Gísladóttir - 5
Sást alltof lítið til hennar allan leikinn. Misskilningur milli hennar og Ingibjargar í sigurmarki Sviss.

Sara Björk Gunnarsdóttir - 6
Fann sig aldrei nægilega vel í leiknum. Reyndi og reyndi en það kom lítið úr því sem hún gerði. Varnarlega traust.

Sigríður Lára Garðarsdóttir - 6 ('88)
Misskilningur milli hennar og Glódísar í fyrsta marki Sviss. Heilt yfir á pari þó aðallega varnarlega.

Fanndís Friðriksdóttir - 7
Skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. Vel klárað eftir góðan sprett með boltann. Gerði vel þegar hún fékk boltann í fæturnar, sem var þó alltof sjaldan. Er að stimpla sig inn sem einn besti sóknarmaður liðsins.

Katrín Ásbjörnsdóttir - 6 ('65)
Kom inn í byrjunarliðið með gríðarlegum krafti. Vann ófáa boltana og átti nokkrar hættulegar sendingar inn fyrir vörn Sviss. Vann boltann í aðdraganda fyrsta marksins með snilldarbrag. Gleymdi sér í öðru marki Sviss.

Dagný Brynjarsdóttir - 6
Átti drauma stoðsendingum aftur fyrir vörn Sviss á Fanndísi í fyrsta markinu. Dró sig vel niður á miðjuna og tók þátt í baráttunni á miðjunni.

Varamenn:

Agla María Albertsdóttir - 5('65)
Kom lítið úr henni eftir að hún kom inná sem varamaður.

Hólmfríður Magnúsdóttir - 6('82)
Kom með krafti inn í leikinn og lét til sín taka strax. Fékk 19 mínútur vegna mikillar uppbótartíma.

Harpa Þorsteinsdóttir ('82)
Spilaði of lítið til að fá einkunn


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner