Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. júlí 2017 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Grátlegt tap gegn Sviss á Tjarnarhæðinni
Íslenska liðið fagnar hér marki sínu.
Íslenska liðið fagnar hér marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 2 Sviss
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('33)
1-1 Lara Dickenmann ('43)
1-2 Ramona Bachmann ('52)
Lestu nánar um leikinn

Ísland þurfti að sætta sig við sitt annað tap á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið mætti Sviss á Tjarnarhæðinni í Hollandi í dag.

Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Frakklandi með naumindum og því hefði sigur í dag verið ákjósanlegur.

Í byrjun leiks hefði fyrirliði Sviss, Lara Dickenmann, mögulega átt að fjúka út af fyrir ljótt brot á Dagnýju Brynjarsdóttur, en rússneskur dómari leiksins, gaf henni aðeins gult.

Á 33. mínútu dró til tíðinda! Þá skoraði Fanndís Friðriksdóttir fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu. Markið kom eftir snilldarsendingu Dagnýjar Brynjarsdóttur og netheimar loguðu.

Þetta var fyrsta mark Ísland í fjórum leikjum.

Ísland náði ekki að halda þessari forystu út hálfleikinn því þegar lítið var eftir af honum jafnaði fyrirliðinn Lara Dickenmann, sem mögulega hefði átt að fjúka út af í byrjun leiks.

Staðan var 1-1 í hálfleiks og var sú staða sanngjörn. Í upphafi seinni hálfleiks slökknaði á íslensku þjóðinni þegar Sviss komst yfir. Ramona Bachmann er ótrúlega góð í fótbolta og hún kom Sviss yfir eftir að íslensku stelpurnar náðu ekki að hreinsa.

Íslensku stelpurnar reyndu hvað þær gátu til að jafna, en það tókst ekki. Dickenmann, fyrirliði Sviss, hefði átt að fjúka út af í þessum leik. Hún braut af Hólmfríði Magnúsdóttur í seinni hálfleiknum og það brot verðskuldaði gult spjald. Það var á 85. mínútu.

Lokatölur 2-1 fyrir Sviss í þessum gríðarlega, gríðarlega svekkjandi leik. Ísland þarf að treysta á að leikur Frakklands og Austurríkis í kvöld endi ekki í jafntefli eða með sigri Austurríkis. Ef það gerist þá er Ísland úr leik. Við þurfum að treysta á sigur Frakklands.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner