Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. júlí 2017 21:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Frank de Boer: Þeir voru að reyna að meiða Zaha
Zaha og Nyom í leiknum í dag.
Zaha og Nyom í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
West Brom og Crystal Palace mættust í leik um þriðja sætið á æfingamóti í Hong Kong í dag.

Crystal Palace hafði þar betur en stjóri liðsins Frank de Boer var ekki sáttur með leikmenn West Brom og sagði þá hafa verið að reyna meiða leikmann Crystal Palace, Wilfried Zaha.

„Þeir voru að leita að honum til að meiða hann," sagði De Boer og bætti við, „hann er einn af mest spennandi leikmönnunum í deildinni. Ég vil ekki hugsa mér að vera án hans í tvær vikur eða mánuði."

Tony Pulis stjóri West Brom var spurður út í það hvað honum hafi fundist um tæklingar sinna manna, Allan Nyom fékk sérstaklega athygli fyrir mikla hörku í leiknum.

„Mér fannst þetta vera jafn leikur, góður leikur," sagði Pulis og minntist síðan á Allan Nyom.

„Allan finnst gaman að verjast, hann reyndi að koma sér í stöðu eins fljótt og hann gat en ekki nógu og fljótt. Það var engin illska í þessu," sagði Pulis um brot Nyom á Zaha.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner