Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 22. júlí 2017 20:40
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
EM kvenna: Ísland úr leik
Jafntefli hjá Frökkum og Austurríki
Mynd: Getty Images
Frakkland 1-1 Austurríki
0-1 Lisa Makas ('27)
1-1 Amandine Henry ('51)

Frakkland og Austurríki skildu jöfn þegar annari umferð C-riðils EM kvenna lauk í kvöld.

Úrslitin þýða að íslenska landsliðið sem tapaði fyrir Sviss fyrr í dag er úr leik. Frakkland og Austurríki eru nú með fjögur stig í 1. og 2. sæti þegar öll liðin eiga eftir að leika einn leik í riðlinum.

Það var Lisa Makas sem kom Austurríki yfir þegar 27. mínútur voru liðnar af leiknum.

Amandine Henry jafnaði metin fyrir Frakkland í upphafi seinni hálfleiks.

Hvorugu liðinu tókst að skora meira og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Bæði liðin í ansi góðum málum fyrir lokaumferðina í riðlinum.







Athugasemdir
banner
banner
banner