Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. júlí 2017 09:01
Elvar Geir Magnússon
Danilo til Man City (Staðfest)
Danilo skrifar undir.
Danilo skrifar undir.
Mynd: Manchester City
Manchester City hefur gengið frá kaupum á brasilíska varnarmanninum Danilo fyrir 26,5 milljónir punda.

Danilo er 26 ára og hefur skrifað undir fimm ára samning.

Hann kemur frá Real Madrid og getur leikið í báðum bakvarðastöðum og á miðjunni. Hann er fjórðu stóru kaup City í sumar.

„Það var áhugi frá öðrum félögum en það hefur alltaf verið minn metnaður að spila fyrir Pep Guardiola," segir Danilo.

City hefur eytt næstum 150 milljónum punda á markaðnum með því að fá Kyle Walker (45 m), Bernardo Silva (43 m) og brasilíska markvörðinn Ederson Moraes (35 m).

Félagið hefur einnig samþykkt að kaupa varnarmanninn Benjamin Mendy frá Mónakó á 52 milljónir punda og selt vinstri bakvörðinn Aleksandar Kolarov til Roma fyrir 4,5 milljónir punda.

Danilo heldur strax til Bandaríkjanna þar sem City er í æfingaferð. Þessi fyrrum leikmaður Santos gekk í raðir Real 2015 frá Porto en byrjaði aðeins 17 leiki í La Liga á síðasta tímabili.

Á tveimur árum á Bernabeu hefur hann unnið La Liga, tvo Meistaradeildartitla, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner