Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 23. júlí 2017 19:30
Elvar Geir Magnússon
Glódís Perla: Engan veginn tilbúin að fara heim
Glódís.
Glódís.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var bara á refresh takkanum að vona að Frakkar myndu klára þetta. Þetta var ótrúlega svekkjandi," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður Íslands, á æfingu Íslands í morgun.

Eftir tapið gegn Sviss í gær var ljóst að Ísland þurfti að treysta á sigur Frakklands gegn Austurríki til að halda sér á lífi í mótinu. Það tókst ekki.

„Ég gat ekki áttað mig á þessu. Maður er engan veginn tilbúin í að fara heim. Það gekk alls ekki vel að sofna í nótt, það er erfitt að sætta sig við þetta."

Þrátt fyrir tvö töp segist Glódís stolt af liðinu.

„Við erum að spila ógeðslega vel og að fá að vera partur af þessu liði er algjör heiður. Við munum ganga stoltar frá þessu móti eftir að við vinnum Austurríki á miðvikudaginn."

Glódís er sammála Frey Alexanderssyni sem talaði um það eftir leikinn að íslenska landsliðið mætti vera duglegra að setja pressu á dómarann og vinna dómgæsluna á sitt band.

„Það eru það sem þessar stóru þjóðir gera. Það gerðu Frakkar til dæmis á móti okkur. Þær kunna þetta betur. Við Íslendingar erum bara heiðarlegri en þetta."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner