Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. júlí 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Ætlum að ná besta árangri Grindavíkur
Óli hefur verið að gera magnaða hluti með Grindavík!
Óli hefur verið að gera magnaða hluti með Grindavík!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grindavík hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í sumar. Nýliðarnir eru að berjast á toppnum í Pepsi-deild karla!

Óli Stefán Flóventsson er þjálfari liðsins, en hann ritar í dag pistil sem er birtur á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Óli greinir þar frá því að liðið sé búið að setja sér ný markmið, loksins. Hann hefur staðið fast á því í sumar að markmiðið sé að halda sér uppi, en nú eru komin ný markmið!

„Nú er Íslandsmótið hálfnað og við erum í öðru sæti með 21 stig. Þegar að við lögðum af stað í þetta ferðalag settum við okkur það markmið að tryggja veru okkar í þessari deild. Það markmið er ekki komið ennþá en það verður að segjast alveg eins og er að við erum langt komnir með það," segir Óli í pistlinum.

„Nú á dögunum setti hópurinn sér ný og háleidd markmið. Til þess að þau náist þarf mikið að ganga upp en við erum hvergi smeykir. Markmiðin liggja í því að gera betur en Grindavík hefur gert áður. Safna fleiri stigum en við höfum gert áður og skrá okkur í bækur knattspyrnusögu Grindavíkur!"

„Til þess að ná árangri þarf margt að hanga saman. Eins og ég hef oft kallað eftir í sumar þá þarf stuðningur ykkar að fylgja með. Frá fyrsta leik höfum við tekið eftir því að þið hafið jafnt og þétt raðað ykkur á bak við okkur. Strákarnir finna vel fyrir ykkur og þið hafið hjálpað okkur yfir erfiðustu hjallana í erfiðum leikjum í sumar. Til að ná okkar markmiðum þurfum við ennþá meira."

Seinna í kvöld fer Grindavík í Garðabæ og mætir Stjörnunni. Óli kallar eftir Grindvíkingum í stúkuna.

„Í kvöld kl 20.00 byrjar seinni umferðin á einum erfiðasta útileik deildarinnar þegar við heimsækjum Stjörnuna í Garðabæ. Stjarnan hefur á að skipa frábæru liði með frábæra stuðningssveit á bak við sig. Við erum samt sem áður hvergi smeykir. Við erum fullir tilhlökkunar því viljum spila þessa leiki. Við viljum vera á meðal þeirra bestu og sýna þar að við erum þess verðugir. Hvar er betra að sýna það en á móti þessu liði á þeirra heimavelli."

„Í kvöld vil ég fá alla sanna stuðningsmenn gula og glaða standa með sínu liði í blíðu og stríðu. Ég vil að við stöndum þétt saman og ég vil heyra læti, lalala læti," segir Óli hress.

Pistilinn má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner