Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 24. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég lærði mikið af Tony Adams"
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira stefnir að því að berjast um byrjunarliðssæti hjá Manchester United á komandi tímabili.

Þessi 21 árs gamli leikmaður var í láni hjá spænska liðinu Granada á síðustu leiktíð og átti þar sína spretti.

Tony Adams tók við liðinu undir lok tímabilsins, en Pereira var ánægður með hann. Hann segist hafa lært mikið af Adams.

„Hann var flottur," sagði Pereira um Adams. „Hann talaði mikið við mig maður á mann. Ég lærði mikið af honum."

„Hann kenndi mér mikið hvernig ég ætti að haga mér í varnarleiknum, en hann var auðvitað varnarmaður sjálfur. Ég er mjög ánægður að hafa fengið að vinna með honum."

Adams náði ekki að hjálpa Granada að forðast fall úr spænsku úrvalsdeildinni og lét af störfum eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner