Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cerci: Ég sé eftir því að hafa farið til Atletico
Cerci var lánaður frá Atletico til Milan.
Cerci var lánaður frá Atletico til Milan.
Mynd: Getty Images
„Þetta fór illa strax frá byrjun," segir Alessio Cerci um þá ákvörðun sína að fara til Atletico Madrid fyrir nokkrum árum.

Eftir að hafa spilað vel með Torino fór hann til Atletico árið 2014. Hann náði ekki að festa sig í sessi í Madríd og spilaði aðeins 11 leiki á þremur árum. Hann er í dag á mála hjá Hellas Verona á Ítalíu.

„Ég kom til Madrídar og gat ekki undirbúið mig með liðinu þar sem það tók langan tíma að ganga frá skiptunum."

„Ég hef gengið í gegnum marga hluti, en ég vil ekki til búa til vandræði. Samt, ef ég gæti farið aftur í tímann, þá hefði ég ekki farið til Atletico. Þetta var ákvörðun sem kostaði mig mikið," sagði Cerci í samtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu.

Nú fær hann tækifæri til að byrja upp á nýtt hjá Verona í Seríu A.
Athugasemdir
banner