mán 24. júlí 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lahm leikmaður ársins í Þýskalandi í fyrsta sinn
Fótboltamaður ársins í Þýskalandi.
Fótboltamaður ársins í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Philipp Lahm hefur kosinn fótboltamaður ársins í Þýskalandi í fyrsta sinn, tveimur mánuðum eftir að hann ákvað að leggja skóna á hilluna frægu. Því má segja að um ákveðin kveðjuverðlaun sé að ræða.

Hinn 33 ára gamli Lahm var gríðarlega sigursæll með Bayern München og vann fjölda titla, en einstaklingsverðlaunina hafa ekki verið eins mörg hjá Lahm, sem var mjög klókur leikmaður.

Um helgina var hann þó valinn fótboltmaður ársins í Þýskalandi, en það er tímaritið Kicker sem stendur fyrir verðlaununum.

Lahm hafði betur gegn Toni Kroos, leikmanni Real Madrid og sóknarmanninum Pierre-Emerick Aubameyang, sem leikur með Borussia Dortmund, í baráttunni um verðlaunin.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að fjölmiðlamennirnir sem kusu mig hafi fylgst með mér allan ferilinn," sagði Lahm.

Auk þess að vinna þessi verðlaun þá var Lahm tekinn inn í heiðurshöll Bayern München. Hann er sá fyrsti sem er tekinn þar inn frá árinu 2008. Hann fylgir þar með í fótspor Franz Beckenbauer, Oliver Kahn og Gerd Muller. Ekki slæmur félagsskapur það!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner