Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. júlí 2017 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Leikmaður Grindavíkur skoraði í sigri Portúgals
Skoraði fyrsta mark Portúgals á stórmóti
Gleði.
Gleði.
Mynd: Getty Images
Skotland 1 - 2 Portúgal
0-1 Carolina Mendes ('27 )
1-1 Kevin Cuthbert ('68 )
1-2 Ana Leite ('72 )

Portúgal og Skotland mættust í fyrri viðureign dagsins á EM í Hollandi.

Bæði lið höfðu tapað sínum fyrsta leik í mótinu.

Í dag var Portúgal sem komst yfir. Markið átti sér íslenska tenginu, en það gerði Carolina Mendes, leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði á Gemmu Fay, markvörð Stjörnunnar. Þetta var sögulegt mark, það fyrsta sem kvennalandslið Portúgal skorar á stórmóti.

Skotland jafnaði í seinni hálfleik, en stuttu síðar komst Portúgal aftur yfir og það reyndist sigurmarkið í þessum leik.

Portúgal hefur núna þrjú stig, en Skotland er án stiga og nánast úr leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner