Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júlí 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy staðfestir að hann sé á leið í læknisskoðun
Mendy er að fara til Manchester City.
Mendy er að fara til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur aldeilis spreðað í bakverði í sumar. Þeir eru ekki hættir, alls ekki. Benjamin Mendy, bakvörður Mónakó, er á leið til Los Angeles í læknisskoðun hjá enska félaginu.

Hann staðfesti þetta sjálfur með mynd á Twitter.

Manchester City er í æfingaferð í Bandaríkjunum. Liðið er í augnablikinu í Los Angeles, en þar mun City spila æfingaleik gegn Evrópumeisturum Real Madrid á miðvikudag.

Man City er að kaupa Mendy frá Mónakó á 52 milljónir punda.

Í morgun staðfesti félagið kaup á bakverðinum Danilo frá Real Madrid fyrir 26,5 milljónir punda, en þar áður hafði Kyle Walker komið frá Tottenham fyrir 50 milljónir punda.

Mendy verður dýrasti varnarmaður sögunnar þegar kaupin á honum til Manchester City ganga í gegn, en Kyle Walker er í augnablikinu sá dýrasti eftir að hafa verið keyptur til City fyrr í sumar.

Bakverðirnir sem Man City hefur keypt í sumar, þegar Mendy er kominn, kosta bara 123,5 milljónir punda. Alls hefur félagið nú þegar eytt 150 milljónum punda. Auk þess að kaupa bakverði hefur City einnig fengið markvörðinn Ederson frá Benfica (35 m) og sóknarmiðjumanninn Bernardo Silva frá Mónakó (43,5 m)

Hér að neðan má sjá mynd sem Mendy setti á Twitter.




Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner