Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. júlí 2017 10:20
Arnar Daði Arnarsson
Freysi þarf að svara fjölmörgum tölvupóstum eftir mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María er líklega ein af þeim sem vakið hefur athygli erlendra félaga.
Agla María er líklega ein af þeim sem vakið hefur athygli erlendra félaga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins vill sjá fleiri íslenska leikmenn í stærstu deildum Evrópu.

Freyr sagði á fréttamannafundi sem haldin var í morgun að hann viti af áhuga margra félaga á íslensku leikmönnunum.

„Ég veit að það er áhugi á íslenskum leikmönnum," sagði Freyr en á meðan á Evrópumótinu stendur hefur tölvupóstum rignt inn til Freys.

„Ég er með ansi marga tölvupósta sem þarf að svara þegar ég kem heim," sagði Freyr sem var spurður að því hvort það væru einhverjir sérstakir leikmenn sem félög höfðu áhuga á, eða hvort þetta ætti heilt yfir, allan hópinn.

„Allir leikmenn sem eru ekki þekktar stærðir fyrir mót eru félög erlendis frá að biðja um upplýsingar um," sagði Freyr sem segir það mikilvægt að Ísland eignist fleiri atvinnumenn í kvennaknattspyrnu á hærra leveli.

„Leikmenn eiga að hugsa stórt þó svo að því fylgi stundum vonbrigði."

„Við þurfum að finna brú frá Íslandi í góð félög. Við græðum ekkert á því að stelpurnar fari í miðlungs félög í Evrópu. Við þurfum að fjölga leikmönnum sem eru í topp fimm bestu félögum í Svíþjóð, Englandi, Þýskalandi og jafnvel Bandaríkjunum líka."

En hvað með kínversku deildina?

„Ef það hentar leikmanninum þá er það allt í lagi, það er erfitt að sjá kínverskan fótbolta. Ég veit ekki hvort deildin sé jafngóð og þessar sem við erum að tala um," sagði Freyr að lokum.

Það verður athyglisvert að sjá á næstu dögum, vikum og mánuðum hvort Ísland eignist fleiri leikmenn í topp deildum í Evrópu.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner