banner
   mán 24. júlí 2017 12:09
Magnús Már Einarsson
Benjamin Mendy til Manchester City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur keypt vinstri bakvörðinn Benjamin Mendy frá Mónakó á 52 milljónir punda.

Hinn 22 ára gamli Mendy skrifaði undir fimm ára samning við City í dag en hann sló í gegn með Mónakó á síðasta tímabili.

Gael Clichy og Aleksandar Kolarov hafa báðir yfirgefið Manchester City í sumar og Mendy á að fylla skarð þeirra í vinstri bakverðinum.

Á dögunum fékk Manchester City hægri bakverðina Kyle Walker á 54 milljónir punda og Danilo á 27 milljónir punda til að fylla skarð Bacary Sagna og Pablo Zabaleta.

Manchester City hefur því borgað samanlagt 134 milljónir punda fyrir þrjá bakverði á undanförnum vikum.
Athugasemdir
banner
banner