Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 24. júlí 2017 15:10
Magnús Már Einarsson
Vedran Turkalj í KA (Staðfest)
Vedran Turkalj og Srdjan Tufegdzic þjálfari KA.
Vedran Turkalj og Srdjan Tufegdzic þjálfari KA.
Mynd: KA
KA hefur fengið króatíska miðvörðinn Vedran Turkalj í sínar raðir en hann hefur gert samning við félagið út tímabilið.

Turkalj er 29 ára gamall en hann var á reynslu hjá KA í síðustu viku.

Turkalj er 193 sentímetrar á hæð en hann kemur til liðs við KA frá NK Aluminij sem leikur í Slóvensku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann leikið undanfarin þrjú tímabil. Turkalj lék einnig með yngri landsliðum Króatíu á árum áður, alls 12 leiki.

KA fékk fjögur mörk á sig á heimavelli gegn Breiðabliki í gær og þrjú gegn ÍBV um þarsíðustu helgi. Turkalj á að hjálpa til við að skrúfa fyrir lekann í vörninni.

„Turkalj mun koma til með að þétta raðir KA fyrir síðari umferðina í Pepsi-deildinni en eins og alkunnugt er meiddist Guðmann Þórisson illa fyrr á tímabilinu og er óvíst hvort hann geti leikið meira með KA í sumar," segir á heimasíðu KA.

KA spilar ekki næst fyrr en um Verslunarmannahelgina, eftir 12 daga, en leik liðsins gegn FH var frestað þar til þá.
Athugasemdir
banner