Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. júlí 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar að selja Markovic
Lazar Markovic.
Lazar Markovic.
Mynd: Getty Images
Liverpool er tilbúið að selja kantmanninn Lazar Markovic í sumar en Jurgen Klopp hefur staðfest þetta.

Serbinn var á láni hjá Sporting Lisabon og Hull á síðasta tímabili og hann er ekki inni í áætlunum Klopp.

„Hvað var Lazar þá er það ekkert leyndarmál að ef hann finnur félag þá munum við semja. Það var líka þannig í fyrra," sagði Klopp.

„Hann er virkilega góður leikmaður og ég kann vel við hann. Hann er núna í toppformi og besta forminu síðan ég kynntist honum. Hann var í vandræðum með nárann áður en hann er góður núna. Það verða félög sem vilja fá hann."

Hinn 23 ára gamli Markovic á 34 leiki að baki með Liverpool en hann kom frá Benfica á 20 milljónir punda árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner