mán 24. júlí 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Förum skellihlæjandi með Pepsi niður í bæ
Orri Sigurjónsson (Þór)
Orri Sigurjónsson í leiknum á laugardag.
Orri Sigurjónsson í leiknum á laugardag.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það var virkilega sætt að klára þetta svona í lokin, við vorum nálægt því að fá á okkur mark þarna rétt áður þannig það létti heldur betur á manni að sjá boltann í netinu. Það er fátt betra en góður buzzer beater," sagði Orri Sigurjónsson, miðjumaður Þórs, við Fótbolta.net í dag.

Þórsarar unnu Selfoss 3-2 á útivelli á laugardag með sigurmarki frá Jóhanni Helga Hannessyni á lokasekúndunum. Orri átti góðan leik á miðjunni og hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fótbolta.net.

„Ég er sáttur með það sem ég gaf í þennan leik og mjög ánægður með að vinna þennan leik. Rosalega mikilvægt uppá framhaldið að gera."

Orri byrjaði mótið sem einn af varnarmönnunum í þriggja manna vörn Þórs. Hann hefur fundið sig betur eftir að hann fór að spila á miðjunni.

„Ég hef verið að finna mig nokkuð vel eftir að ég var færður upp á miðjuna, við erum nokkurn veginn búnir að finna rétta jafnvægið í liðinu núna sem er sterkt."

Þórsarar byrjuðu sumarið skelfilega en frá því að liðið vann Fram í 6. umferð hafa komið sex sigrar í átta umferðum.

„Við vorum pínu klaufar í bland við það vera algjörlega ömurlegir þarna í byrjun móts en ég fann fyrir gríðarlegri breytingu í leiknum á móti Fram. Þá var skipt yfir í fjögurra manna varnarlínu og þá voru menn svolítið komnir í þægindarammann, maður fann alveg hvernig öllum fannst það betra og við höfum verið á góðu rönni síðan þá."

Þórsarar eru nú með 22 stig, fimm stigum frá öðru sætinu. Orri segir að menn hafi ennþá trú á því að geta farið upp um deild.

„Það er alltaf bullandi trú á því að fara upp. Eigum við ekki að segja að við vinnum rest og förum eftir það skellihlæjandi niður í bæ með Pepsi flöskurnar og fögnum sæti í úrvalsdeild. Þannig sé ég þetta allaveganna fyrir mér," sagði Orri að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner