Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 25. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - 12. umferð í Pepsi-deild karla lýkur
Valur getur náð sex stiga forskoti á toppnum.
Valur getur náð sex stiga forskoti á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í dag lýkur 12. umferðinni í Pepsi-deild karla.

Víkingur Ó. fær Valsmenn í heimsókn á sinn fallega heimavöll.

Með sigri getur Valur náð sex stiga forskoti á toppi deildarinnar, en ef Ólsarar taka sigur þá komast þeir fimm stigum frá fallsæti. Það yrði ansi vel gert á þessum tímapunkti, en flestir sparkspekingar voru á því máli fyrir mót að Víkingur Ó. myndi falla úr deildinni.

Leikur Víkings Ó. og Vals hefst 19:15 á Ólafsvíkurvelli.

Það eru einnig þrír leikir í A-riðli 4. deildar karla og þá mætast Afturelding/Fram og Hvíti Riddarinn í 2. deild kvenna. Afturelding/Fram getur aukið forskot sitt á toppnum, en andstæðingar þeirra í dag eru á botninum með eitt stig.

Allir á völlinn!

þriðjudagur 25. júlí

Pepsi-deild karla 2017
19:15 Víkingur Ó.-Valur (Ólafsvíkurvöllur)

4. deild karla 2017 A-riðill
19:00 Ísbjörninn-Hvíti riddarinn (Kórinn - Gervigras)
20:00 Kría-Snæfell/UDN (Vivaldivöllurinn)
20:00 GG-Hamar (Grindavíkurvöllur)

2. deild kvenna
19:15 Afturelding/Fram-Hvíti riddarinn (Varmárvöllur)



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner