mán 24. júlí 2017 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jairo Riedewald til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur gengið frá kaupum á hollenska varnarmanninum Jairo Riedewald, en hann kemur frá Ajax.

Hann skrifar undir fimm ára samning við Palace, en kaupverðið er ekki gefið upp á þessari stundu.

Riedewald, sem er tvítugur, spilaði undir stjórn Frank de Boer, sem er nú stjóri Crystal Palace, hjá Ajax á sínum tíma. De Boer gaf stráknum sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Ajax árið 2013.

Riedewald hefur síðan þá spilað 93 leiki fyrir Ajax og var m.a. hluti af liðinu sem varð hollenskur meistari árið 2014.

Hann er annar leikmaður sem Palace bætir við hópinn hjá sér í sumar. Áður hafði Ruben Loftus-Cheek komið á láni frá Chelsea.

„Það er frábært tækifæri að fá að vinna með De Boer aftur," sagði Riedewald við heimasíðu Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner