Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. júlí 2017 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky Sports: Everton býður 45 milljónir í Gylfa
Gylfi er sagður á leið til Everton.
Gylfi er sagður á leið til Everton.
Mynd: Getty Images
Everton ætlar sér að fá Gylfa Þór Sigurðsson frá Swanea í sumar. Þetta er nokkuð ljóst, en félagið er víst tilbúið að borga upphæð sem gæti seinna meir farið í 45 milljónir punda fyrir Gylfa.

Daily Express sagði frá þessu í morgun og það birtist í Powerade-slúðrinu, en nú hafa virtustu fréttamiðlar Bretlands tekið undir þetta.

Sky Sports, Telegraph og Daily Mail birta nú fréttir um að tilboð Everton í Gylfa hafi hækkað í 45 milljónir punda.

Everton hefur sem sagt boðið 40 milljónir punda í Gylfa með möguleika á fimm milljóna punda aukagreiðslu ef honum vegnar vel.

Everton vonast til þess að Gylfi verði leikmaður liðsins þegar þeir mæta Ruzomberok frá Slóvakíu í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Swansea hefur áður hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton í íslenska landsliðsmanninn, en þeir eru að bíða eftir 50 milljón punda tilboði. Það er því spurning hvað þeir segja við þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner