Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. júlí 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maldini: AC Milan mun ekki vinna deildina
Maldini var gríðarlega sigursæll með Milan.
Maldini var gríðarlega sigursæll með Milan.
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, goðsögn hjá AC Milan, segir að sitt gamla félag sé ekki að fara að vinna ítölsku úrvalsdeildina á tímabilinu, það sé aðeins of snemmt. Hann telur þó að Meistaradeildarsæti sé raunhæft.

Síðustu ár hafa ekki verið eftirminnilega hjá þessu forna stórveldi, en miklar breytingar hafa átt sér stað í sumar.

Nýir eigendur tóku við og þeir hafa dælt peningum í félagið. Fjöldi leikmanna hafa verið keyptir fyrir himinháar fjárhæðir.

Varnarmaðurinn Leonardo Bonucci var á dögunum keyptur frá Juventus, en Maldini er gríðarlega sáttur með þau kaup.

„Það er erfitt að finna góða miðverði og Bonucci er einn af þeim bestu," sagði Maldini við Sky á Ítalíu.

„Það var frábært hjá þeim að kaupa Bonucci."

„Það er of snemmt að tala um að AC Milan sé að fara að vinna ítölsku úrvalsdeildina, en þeir munu berjast um sæti í Meistaradeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner