Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. júlí 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir að Renato Sanches sé mögulega á förum
Fyrsta tímabil Sanches hjá Bayern fór ekki að óskum.
Fyrsta tímabil Sanches hjá Bayern fór ekki að óskum.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Þýskalandsmeistara Bayern München, hefur staðfest það að miðjumaðurinn Renato Sanches sé mögulega á förum frá félaginu í sumar.

Sanches, sem er 19 ára gamall, kom til Bayern frá Benfica, en það vakti mikla athygli. Eftir að hann hafði samið við Bayern stóð hann sig vel á Evrópumótinu og mikil spenna myndaðist í kringum hann.

Fyrsta tímabil hans fór þó ekki að óskum, hann spilaði lítið og þegar hann spilaði þá var hann ekki góður.

Hann var orðaður við Manchester United áður en hann fór til Bayern og sá áhugi er nú sagður aftur til staðar. Hann hefur einnig verið bendlaður við AC Milan í sumar.

„Hann æfir með okkur núna, en við verðum að taka ákvörðun," sagði Ancelotti aðspurður út í framtíð leikmannsins. „Hann gæti farið, en hann gæti líka verið með okkur á næsta tímabili."
Athugasemdir
banner