Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. júlí 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy var næstum því farinn til Sunderland árið 2013
Mendy gekk í dag í raðir Manchester City.
Mendy gekk í dag í raðir Manchester City.
Mynd: Manchester City
Manchester City keypti í dag bakvörðinn Benjamin Mendy frá Mónakó fyrir 52 milljónir punda. Hann er dýrasti varnarmaður sögunnar, en hlutirnir hefðu getað farið öðruvísi fyrir hann.

Hann var næstum því kominn í ensku úrvalsdeildina fyrir fjórum árum síðan, þá var Sunderland nálægt því að kaupa hann.

Sunderland náði samkomulagi við Le Harve, fyrrum lið Mendy, árið 2013, en leikmaðurinn átti aðeins eftir að semja persónulega.

„Við höfum náð samkomulagi við Sunderland um félagsskipti Mendy. Núna er það undir honum komið að ná samkomulagi við þá. Það er allt í góðu," sagði forseti Le Havre, Jean-Pierre Louvel, þá.

Mendy, sem var þá 18 ára gamall, náði ekki að semja við Sunderland og var því áfram um sinn hjá Le Havre.

Hann var síðar keyptur til Mónakó þar sem hann sló í gegn og nú er hann kominn til Manchester City.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner