Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 24. júlí 2017 23:47
Magnús Valur Böðvarsson
4. deild: C riðill í ruglinu - 5 lið berjast enn um sæti í úrslitakeppni
Samúel með 26 mörk í 10 leikjum
Samúel Arnar er búinn að vera á eldi í sumar. Kominn með 26 mörk
Samúel Arnar er búinn að vera á eldi í sumar. Kominn með 26 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skallagrímsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur gegn Létti
Skallagrímsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur gegn Létti
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjórir leikir fóru fram í 4.deild karla í kvöld. Í B riðli sigraði KFR lið SR 2-0 á Hvolsvelli en það er C riðillinn sem er í algjöru rugli. Fimm lið berjast um sætin tvö sem í boði eru og ekkert lið öruggt um sæti í úrslitakeppninni þegar fjórar umferðir eru eftir

B - riðill
KFR vann skyldusigur á SR í kvöld og eygir ennþá smá von um sæti í úrslitakeppninni með sigri í kvöld en liðin fyrir ofan eiga leiki til góða og því þarf allt að fall með KFR ætli liðið sér þangað.

KFR 2 - 0 SR
1-0 Jóhann Guðmundsson (26')
2-0 Aron Örn Þrastarson (87')

C - riðill
Staðan í C riðlinum er gjörsamlega sturluð. Ýmismenn eru í mjög vænlegri stöðu á toppnum eftir sigur gegn Úlfunum í kvöld en þar fór Samúel Arnar Kjartansson hamförum og skoraði öll fimm mörk Ýmis. Ólafur Már Sigurðsson bróðir Gylfa Þórs skoraði tvö fyrir Úlfana sem komust yfir 2-0 snemma leiks.

Léttir sem fyrir tveim umferðum voru í hvað bestri stöðu þessara fimm liða eru nú í þeirri verstu eftir 2-0 tap gegn Skallagrími í kvöld. Árborg vann á sama tíma skyldusigur gegn Kóngunum en Kormákur Hvöt vann sinn leik á laugardag. Nokkrar innbyrðis viðureignir eru eftir á milli þessara fimm liða og gæti næsta umferð gefið mikið til um hvert liðanna séu líklegust til sætis í úrslitakeppninni.

Ýmir 5 - 3 Úlfarnir
0-1 Ólafur Már Sigurðsson (11')
0-2 Andri Már Sólbergsson (13')
1-2 Samúel Arnar Kjartansson (22')
2-2 Samúel Arnar Kjartansson (25')
3-2 Samúel Arnar Kjartansson (29')
4-2 Samúel Arnar Kjartansson (45')
4-3 Ólafur Már Sigurðsson (52')
5-3 Samúel Arnar Kjartansson (88')

Kóngarnir 0 - 5 Árborg
0-1 Daníel Ingi Birgisson (14')
0-2 Ísak Eldjárn Tómasson (37')
0-3 Daníel Ingi Birgisson (80')
0-4 Freyr Sigurjónsson (90')
0-5 Freyr Sigurjónsson (90')

Skallagrímur 2 - 0 Léttir
1-0 Guðni Albert Kristjánsson
2-0 Viktor Már Jónasson

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner