Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júlí 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Lukaku vill ekki vera líkt við Drogba
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, segist ekki vilja vera líkt við Didier Drogba.

Drogba sló í gegn undir stjórn hjá Jose Mourinho hjá Chelsea á sínum tíma og stuðningsmenn United binda vonir við að Lukaku nái einnig að slá í gegn undir stjórn Mourinho. Lukaku vill hins vegar ekki vera líkt við Drogba.

„Ég er öðruvísi. Drogba er meira í teignum á meðan ég er leikmaður sem vill fá boltann í fætur og hlaupa bakvið vörnina," sagði Lukaku.

„Líkamlega erum við svipaðir en við erum allt öðruvísi leikmenn. Ég er Romelu Lukaku og ég vil skrifa mína eigin sögu."

„Hann var hjá Chelsea á meðan ég er hjá Manchester United. Það er munurinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner