þri 25. júlí 2017 09:50
Magnús Már Einarsson
Renato Sanches til Man Utd?
Powerade
Renato Sanches gæti farið til Manchester United.
Renato Sanches gæti farið til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gylfi er áfram í slúðrinu.
Gylfi er áfram í slúðrinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að því að skoða slúðurskammt dagsins. Njótið!



Antonio Conte, stjóri Chelsea, fær 150 milljónir punda til viðbótar til að eyða í leikmenn í sumar. Virgil van Dijk (26) varnarmaður Southampton og Alex Sandro (26) vinstri bakvörður Juventus eru efstir á óskalistanum. (Daily Mirror)

Manchester City hefur eytt 218 milljónum punda í leikmenn í sumar en Chelsea gæti náð að jafna þá upphæð. (Times)

Chelsea gæti meira segja eytt hærri upphæð því Antonio Candreva (30) miðjumaður Inter, Fernando Llorente (32) framherji Swansea og Tom Davies (19) miðjumaður Everton eru einnig allir á óskalistanum. (Sun)

Alexis Sanchez (28) ætlar að taka á sig launalækkun til að fara frá Arsenal til Manchester City í sumar. Alexis vill frekar fara til City heldur en Bayern Munchen, PSG og Juventus. (Independent)

Roma hefur boðið 30 milljónir punda í Riyad Mahrez (26) með möguleika á aukagreiðslum ef hann stendur sig vel. Leicester vill hins vegar fá 50 milljónir punda fyrir Mahrez. (Daily Mail)

Everton vonast til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson (27) frá Swansea á 45 milljónir punda á fimmtudag. (Daily Mail)

Manchester United gæti fengið miðjumanninn Renato Sanchez (19) frá Bayern Munchen. Þýska félagið vill hins vegar ekki leyfa Arturo Vidal (30) að fara. (Independent)

Galatasaray er í viðræðum við Arsenal um kaup á miðjumanninum Mohamed Elneny (25). (Metro)

PSG hefur boðið Marco Verratti (24) og 90 milljónir punda í skiptum fyrir Neymar. (Diaroi Gol)

Mason Mount (18) miðjumaður Chelsea hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Hann fer síðan til Vitesse í Hollandi á láni. (London Evening Standard)

Borussia Dortmund vill fá Jadon Sancho (17) kantmann Manchester City. (ESPN)

Lucas Perez (28) framherji Arsenal vill fara frá félaginu en hann er óánægður með meðhöndlun sína þar. Hann er meðal annars ósáttur við að hafa misst treyju númer níu til Alexandre Lacazette. (Daily Telegraph)

Tottenham er búið að missa af Juan Foyth (19) varnarmanni Estudiantes en hann er á leið til PSG. (Squawka)

Huddersfield er að fá franska hægri bakvörðinn Dimitri Cavare (22) en hann er án félags. (Sun)

Ryan Shawcross (29), fyrirliði Stoke, vill framlengja samning sinn við félagið. (Stoke Sentinel)

Liverpool er að skoða Sebastian Szymanski (18) miðjumann Legia Varsjá. (Daily Star)

Liverpool hefur sagt Crystal Palace að Mamadou Sakho sé einungis til sölu og ekki sé hægt að fá hann aftur á láni. Verðmiðinn á Sakho er 30 milljónir punda. (Daily Mirror)

Sean Dyche, stjóri Burnley, ætlar að bæta við tveimur eða þremur leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Lancashire Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner