Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. júlí 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Chicharito getur ekki beðið eftir að mæta Man Utd
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, nýr framherji West Ham, segist ekki geta beðið eftir að mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Chicharito, eins og hann er kallaður, samdi í gær við West Ham en Hamrarnir heimsækja Old Trafford í fyrstu umferðinni.

„Ég verð örugglega aðeins spenntari en liðsfélagar mínir að fara aftur á Old Trafford," sagði Chicharito.

„Að byrja tímabilið þar með nýju liði er mikilvægt og ég verð ánægður þegar ég mæti þangað."

„Ég bíð spenntur eftir að koma aftur í bestu deild í heimi. Það hjálpar mér að bæta mig sem leikmaður og persóna. Við viljum berjast um Evrópusæti."

Athugasemdir
banner
banner