Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júlí 2017 13:52
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Kveðjum í Kastalanum
Inngangur að kastalahlið vallarins.
Inngangur að kastalahlið vallarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið og íslenskir fjölmiðlar hafa komið sér fyrir í Rotterdam þar sem Ísland og Austurríki mætast í lokaumferð C-riðils Evrópumótsins á morgun.

Ljóst er fyrir leikinn að Ísland endar í neðsta sæti riðilsins og því ljóst að það kveður mótið þegar þýskur dómari leiksins flautar af.

Ísland kveður í Kastalanum, Sparta Stadion. Það er afar huggulegur 11 þúsund manna völlur en hollenska úrvalsdeildarfélagið Sparta Rotterdam spilar heimaleiki sína á vellinum.

Venjulega er hann gervigrasvöllur en fyrir mótið var sett náttúrulegt gras á hann.

Ástæðan fyrir því að völlurinn fékk gælunafnið Kastalinn var vegna byggingar á einni hlið leikvangsins sem hefur tvo áberandi turna og svipar mjög til kastala. Hönnunin á byggingunni var innblásin af kastala sem stóð í nágrenni vallarins á öldum áður.

Í mörg ár var það venjan að vallarstjóri félagsins byggi í þessari kastalabyggingu ásamt fjölskyldu sinni en nú er þar safn og verslun þar sem hægt er að kaupa muni tengda Sparta Rotterdam.

Lestu nánar um völlinn á heimasíðu Tólfunnar


Athugasemdir
banner
banner