Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 25. júlí 2017 14:07
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Freysi og Ási fá að hitta ítalska dómarann aftur
Freyr horfir á Vitulano spjalda Ásmund.
Freyr horfir á Vitulano spjalda Ásmund.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carina Vitulano frá Ítalíu verður fjórði dómari í leik Íslands og Austurríkis á morgun.

Vitulano dæmdi tapleik Íslands og Frakklands í fyrstu umferð þar sem hún dæmdi ekki víti þegar brotið var á Fanndísi Friðriksdóttur en benti á punktinn seint í leiknum og dæmdi víti sem Frakkland skoraði sigurmarkið úr.

„Við hefðum átt að fá víti í fyrri hálfleik. Ég var að „kötta" inn á við, hún fer í lappirnar á mér. Ég skil ekki hvernig hún (dómarinn) gat ekki dæmt víti. Ég bara næ því ekki," sagði Fanndís eftir leikinn.

Vitulano mun sem fjórði dómari sjá um samskipti við boðvangana á morgun en í leiknum gegn Frakklandi gaf hún aðstoðarþjálfaranum Ásmundi Haraldssyni gula spjaldið.

Aðaldómari á morgun verður Riem Hussein frá Þýskalandi og aðstoðardómarar Christina Biehl frá Þýskalandi og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner