Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júlí 2017 15:55
Arnar Daði Arnarsson
Ingibjörg ætlar ekki að hugsa um atvinnumennsku strax
Ingibjörg á fréttamannafundi í dag.
Ingibjörg á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin unga og efnilega, Ingibjörg Sigurðardóttir hefur leikið allar mínútur Ísland á EM í Hollandi til þessa.

Fyrir mót hafði hún aðeins leikið tvo A-landsleiki og þann fyrsta í upphafi sumars. Hún sagði í viðtali eftir leikinn gegn Sviss, aldrei hafa verið jafna þreytta og þá eftir leik. Hún segist vera búin að jafna sig eftir þann leik.

„Ég er góð í líkamanum. Ég var aðallega þreytt andlega eftir erfitt kvöld og sjokk að vinna ekki leikinn sem mér fannst við eiga skilið að vinna," sagði Ingibjörg.

Freyr Alexandersson talaði um það á fréttamannafundi í gærmorgun að innhólfið hans í tölvunni væri að fyllast af fyrirspurnum um leikmenn íslenska kvennalandsliðsins.

Þar hljóta að leynast fyrirspurnir um Ingibjörgu sem spilar með Breiðablik í Pepsi-deildinni. Ingibjörg segist lítið vera að hugsa um atvinnumennsku akkúrat núna.

„Ég hef ekki alveg verið að hugsa út í atvinnumennsku núna. Ég er að einbeita mér að þessu móti núna og vil klára það með sóma og svo tekur við tímabilið með Breiðabliki. Markmiðið er alltaf að fara í atvinnumennsku og taka það skref. Ég er bara á Íslandi að spila með Breiðabliki og er ánægð þar og ætla ekki að fara að hugsa út í atvinnumennsku núna strax."

Ingibjörg segist hafa lært heilmikið á þessum stutta tíma sem hún hefur verið í landsliðinu. Þá sérstaklega af þeim leikmönnum sem hafa það að atvinnu að spila fótbolta, líkt og Sara Björk, Dagný Brynjarsdóttir og fleiri.

„Ég hef lært mikið af þeim og séð hvernig þær æfa. Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér innsýn hvernig þær æfa," sagði Ingibjörg og bætti síðan við.

„Ég hef lært mikið um mína stöðu. Sif, Glódís og Anna Björk hafa kennt mér mikið. Þetta var mikið stökk að koma inn á þetta mót og fá þessa athygli. Þetta hefur verið ákveðin áskorun sem ég hef lært af."

Leikur Íslands og Austurríkis í Kastalanum í Rotterdam hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net annað kvöld.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner