Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - FH í heimsókn í Slóveníu
Hvað gerir FH í Slóveníu?
Hvað gerir FH í Slóveníu?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag eru leikir í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

FH spilar í dag gegn slóvensku meisturunum í Maribor. Fyrri leikur liðanna, í kvöld, fer fram á Stadion Ljudski vrt í Maribor.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

FH vann færeyska liðið Víkingur Götu í síðustu umferð og í dag er mótherjinn Maribor, sem varð slóvenskur meistari með miklum yfirburðum á síðusta leiktímabili.

Sigurvegararnir þar fara í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin í 3. umferðinni fara yfir í 4. umferð í Evrópudeildinni.

Íslendingar mega einnig beina sjónum sínum að leik Celtic og Rosenborg sem hefst 18:45.

Þar verður Matthías Vilhjálmsson í eldlínunni, en hann hefur verið funheitur með Rosenborg upp á síðkastið.

Leikir dagsins:
18:20 Maribor - FH (Stadion Ljudski vrt)
18:45 Celtic - Rosenborg (Celtic Park)

Sjá einnig:
Matti Vill: Fólk reynir að búa til stríð milli mín og Bendtner
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner