Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. júlí 2017 07:30
Arnar Daði Arnarsson
Freysi: Öll fagleg vinna hefur haldið áfram
Freyr og Heimir á æfingasvæðinu í Ermelo.
Freyr og Heimir á æfingasvæðinu í Ermelo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum á EM kvenna í Kastalanum í Rotterdam í kvöld.

Heimir Hallgrímsson þjálfari karla landsliðs Íslands fékk það hlutverk fyrir mót að leikgreina leik Austurríkis. Nú er ljóst að leikurinn annað kvöld skiptir Íslandi litlu sem engu máli.

Freyr Alexandersson þjálfari kvenna landsliðsins seg­ir að sú vinna sem Heimir hefur lagt á sig hafi nýst liðinu í undirbúningnum þrátt fyrir að liðið sé úr leik.

„Við nýt­um þessa vinnu eins vel og við höf­um nýtt vinn­una fyr­ir fyrri leiki. Það skipt­ir mig miklu máli að vinna mjög fag­lega frá fyrsta degi til þess síðasta. Al­veg sama hvenær maður hætt­ir í þessu móti. Ég ákvað það mjög snemma að sama hvernig þetta myndi ganga, þá myndi ég sjá til þess að ég myndi ekki sjá eft­ir neinu. Öll þessi faglega vinna hefur haldið áfram. Öllum upp­lýs­ing­un­um sem við höfðum safnað hef­ur verið komið til skila til leik­manna, svo þeir eru vel und­ir­bún­ir," sagði Freyr sem hrósaði austurríska liðinu á fréttamannafundi sem haldin var fyrr í gærdag.

„Þær hafa spilað þetta mót frá­bær­lega vel eins og við átt­um von á. Þetta er lið á upp­leið og það eru allir sáttir við leikstílinn sem þær spila, bæði leik­menn, þjálf­ar­ar og um­hverfið í kring­um liðið. Þær spila taktískt mjög skemmti­lega, 4-4-2 sókn­ar­lega en breyta í 5-4-1 varn­ar­lega. Þær fara all-in í pressu þegar bolt­inn er á okk­ar vall­ar­helm­ingi og eru mjög lík­am­lega sterk­ar. Þær gefa lítið svæði fyrir aftan sig þegar þær verjast. Þær skora helm­ing marka sinna eft­ir föst leik­atriði og eru gríðarlega sterk­ar þar. Þær hafa einnig leik­menn í fremstu röð í fram­herja stöðunum sem nýta fær­in sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið með sterka liðsheild, sem spil­ar af krafti," sagði Freyr og sem bætti við að þær væru ekki ósvipaðar og íslenska liðið.

„Við höfum fylgst vel með Austurríki að undanförnu og árangur þeirra á mótinu kemur okkur ekki á óvart."

Austurríki eru með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Þær unnu Sviss í fyrsta leik og gerðu síðan 1-1 jafntefli við Frakkland í öðrum leik. Úrslit sem gerðu það að verkum að Ísland væri endanlega úr leik á mótinu.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner