Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. júlí 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keflvíkingar með upphitunarmyndband fyrir toppslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður risaslagur í Inkasso-deildinni á morgun.

Þá mætast Fylkir og Keflavík í toppslag! Leikurinn hefst 19:15 á Nettóvellinum, heimavelli Keflavíkur, í Reykjanesbæ.

Bæði þessi lið stefna upp í Pepsi-deildina, það er ljóst.

Sem stendur er Fylkir á toppi deildarinnar með 29 stig, en Keflavík er í öðru sæti með tveimur stigum minna. Úrslitin í þessum leik skipta miklu, en Keflavík getur til að mynda komist á toppinn með sigri. Ef Fylkir vinnur verða Keflavíkingar fimm stigum á eftir toppliðinu.

Davíð Óskarsson ákvað að gera upphitunarmyndband fyrir leikinn, en það kemur manni í rétta gírinn.

Endilega horfðu á myndbandið hér að neðan.

Keflavík-Fylkir fimmtudaginn 27.júlí kl.19.15 from davidoskars on Vimeo.


Athugasemdir
banner
banner
banner