Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júlí 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Daley Blind með vond mistök á Instagram
Mynd: Instagram
Daley Blind, varnarmaður Manchester United, gerði mistök þegar hann setti mynd á Instagram síðu sína í gær.

Fótboltamenn eru oft með sérfræðinga sem hjálpa sér með samskiptamiðla og auglýsingamál.

Blind fékk sendan texta og mynd sem hann átti að setja á Instagram til að auglýsa Adidas.

Blind notaði gamla góða copy/paste en gleymdi að stroka út byrjunina á textanum.

„Hæ félagi. Væri í lagi ef þú myndir setja þessa mynd á samfélagsmiðla með eftirfarandi texta? Takk." sagði í skilaboðunum sem Blind hafði fengið frá manni sem var að biðja hann um að auglýsa Adidas.

Blind birti hins vegar þessi skilaboð beint eins og sjá má hér til hliðar!

Hollendingurinn áttaði sig þó á mistökunum og var fljótur að eyða myndinni og setja hana aftur inn með réttum texta.

Blind er ekki fyrsti leikmaðurinn sem lendir í svona en Victor Anichebe gerði slíkt hið sama eftir leik með Sunderland í fyrra.

Sjá einnig:
Anichebe með eitt kjánalegasta tíst ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner