Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júlí 2017 11:30
Fótbolti.net
Lokaleikur stelpnanna á EM torginu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar síðasta leik sinn í lokakeppni EM í Hollandi í dag miðvikudag, þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á EM torginu við Ingólfstorg.

Dagskrá EM torgsins hefst klukkan 18.00 með upphitun RÚV fyrir leik auk þess sem Friðrik Dór mætir á svæðið og kemur gestum í rétta gírinn fyrir leikinn.

Mætum á EM torgið og hvetjum stelpurnar áfram í blíðunni sem spáð er á morgun og þökkum þeim um leið fyrir frábæra baráttu og skemmtun á þessu móti.

Allir leikirnir í útsláttarkeppni EM verða svo sýndir í beinni útsendingu á EM torginu og kjörið að fylgjast þar áfram með spennandi keppni.

Áfram Ísland!

Það eru KSÍ, Borgun, Icelandair, Íslenskar getraunir, Landsbankinn, N1, Coca-Cola Euopean Partners Ísland og Reykjavíkurborg sem standa að EM torginu.
Athugasemdir
banner
banner