mið 26. júlí 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Arnar Már og Crawford úrskurðaðir í bann
Arnar Már Guðjónsson.
Arnar Már Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Robbie Crawford, miðjumaður FH, og Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, voru báðir úrskurðaðir í band á fundi aganefndar í gær.

Þeir hafa báðir fengið fjögur gul spjöld í sumar. Arnar Már hefur fengið fjögur gul spjöld i Pepsi-deildinni en Crawford er með þrjú gul spjöld þar og eitt gult spjald í Meistarakeppni KSÍ fyrir mót.

Arnar Már verður í banni gegn Val á mánudaginn á meðan Crawford verður í banni gegn KA um aðra helgi.

Í Inkasso-deildinni eru nokkrir leikmenn einnig á leið í bann en það eru þeir Högni Madsen (Fram), Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram), Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir), Björgvin Stefánsson (Haukar), Viktor Örn Guðmundsson (ÍR), Unnar Ari Hansson (Leiknir F.), Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) og Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner