Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 26. júlí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Allt getur gerst í baráttunni um Mbappe
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að félagið geti vel barist við Real Madrid um Kylian Mbappe framherja Mónakó.

Í gær bárust fréttir af því að Real Madrid ætlaði að kaupa Mbappe á 161 milljón punda en Mónakó hefur neitað því að samkomulag sé í höfn.

„Leikmaðurinn er ennþá hjá Mónakó. Allt getur gerst. Við erum að skoða marga leikmenn og hann er ennþá í þessu lið," sagði Guardiola og bætti við að City geti auðveldlega keppt peningalega við Madrid.

„Madrid á ekki meira en Manchester City," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner